Starfsmaður á þjónustuverkstæði

Við leitum að starfsmanni á netaverkstæði okkar á Flateyri. Lögð er áhersla á jákvætt hugarfar og góða þjónustulund. Um er að ræða framtíðarstarf með 100% starfshlutfall og möguleika á sveigjanlegum vinnutíma.

Menntun og hæfniskröfur

  • Þekking/reynsla af sjómennsku eða netagerð kostur
  • Íslensku og/eða enskukunnátta
  • Stundvísi, jákvæðni og heiðarleiki í starfi

Umsóknir og upplýsingar skal sendast á Bjarka Birgisson í síma 8682978 og á netfangið bjarki@isfell.is eða Sigurð Steinþórsson í síma 6640526, netfang sigurdur@isfell.is fyrir 10. Maí n.k. 

Ísfell er eitt öflugasta fyrirtæki á sviði veiðarfæraþjónustu á Íslandi. Fyrirtækið rekur alhliða heildsölu með útgerðar-, björgunar- og rekstrarvörur að Óseyrarbraut 28 í Hafnarfirði. Að auki rekur Ísfell veiðarfæragerðir á sex stöðum á landinu.

Sterk staða fyrirtækisins markast helst af góðu úrvali af gæðavörum, áreiðanleika gagnvart viðskiptavinum og frábæru starfsfólki með góða þekkingu á sviði veiðarfæra, útgerðar-, björgunar- og rekstrarvörur. Starfsstöð söludeildar er að Óseyrarbraut 28 í Hafnarfirði.

Getum við aðstoðað?

Ekki hika við að hafa samband við okkur með fyrirspurnir. Við erum ekkert nema þjónustuglöð, höfum gaman að því sem við gerum og gerum það vel.

Óseyrarbraut 28 | 220 Hafnarfjörður