Skoðanir og námskeið á hífi- og fallvarnarbúnaði

Til fjölda ára hefur Ísfell boðið upp á skoðanir og námskeið í hífi- og fallvarnarbúnaði. Allir framleiðendur á slíkum búnaði krefjast þess að slíkur búnaður sé yfirfarin af hæfum aðila að minnsta kosti einu sinni á ári. Í raun er engin lagaleg skilgreining á því hver telst hæfur eða óhæfur í þessu tilviki og í raun verður að skera úr um slíkt fyrir dómstólum.

En í viðleitni okkar höfum við sótt fjölmörg námskeið hjá LEEA (Lifting Equipment Engineers Association), en það eru samtök fjölda aðila sem koma að hönnun, framleiðslu, sölu, viðgerðum og námskeiðahaldi um notkun og skoðun á hífibúnaði. Með því að sækja slík námskeið og fjölmörg námskeið sem framleiðendur hífibúnaðar bjóða upp á sem og að hafa starfað í fjölmörg ár sem skoðunaraðilar og haldið námskeið um notkun á hífibúnaði teljum við okkur vera mjög hæfa til að bjóða upp á slíka árlega þjónustu til okkar viðskiptavina.

Til glöggvunar má sjá hér í myndbandi á heimasíðunni hvað er yfirfarið þegar við skoðum hífibúnað. Einnig má þar sjá hvað er yfirfarið þegar við skoðum fallvarnabúnað, en við bjóðum einnig upp á slíka þjónustu og námskeiðahald fyrir okkar viðskiptavini.

Til marks um ánægju okkar viðskiptavina með þessa þjónustu þá erum við í dag með um 20 fasta samninga um skoðanir á hífi- og fallvarnabúnaði og mörg þeirra eru hvað stærst í notkun á slíkum búnaði.

Nú nýverið má geta þess að starfsmaður okkar hér á víraverkstæði í Hafnarfirði, Atli Geir Friðjónsson og rekstarastjóri starfsstöðvar okkar á Sauðarkróki, Sigurbjörn Rúnar Kristjánsson hafa hlotið viðurkenningu að hálfu Vinnueftirlitsins til að framkvæma langsplæs á vírum, en slík splæs eru framkvæmd á vírum þegar hefðbundnar lengdir á vírakeflum duga ekki til.

Leita að vörum

Þessi síða styðst við vafrakökur