Nýlega var skipað út til Færeyja nýju 1660 mtr Atlantica makríltrolli frá Ísfelli. Trollið ,sem er fyrir Polar Amoroq, er úr kápuklæddu nylon efni með 8 birða belg eins og trollin sem Hoffell SU, Heimaey VE, Huginn VE og Guðrún Þorkelsdóttir SU hafa notað með góðum árangri síðastliðin ár.
Þessi troll hafa reynst afar vel á makrílveiðum og taka vel afla og skila honum vel aftur í poka og ánetjast lítið sem ekkert. Einnig hefur viðhald á þessum trollum verið í algjöru lágmarki.
Nánari upplýsingar um Atlantic makríltroll veita sölumenn okkar í síma 520 0500.