Nýr framkvæmdastjóri

Það er okkur mikið ánægjuefni að tilkynna að Guðbjartur Þórarinsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Ísfells ehf. Guðbjartur, sem er 52 ára að aldri, hefur víðtæka menntun og starfsreynslu. Hann er með skipstjórnarpróf og var til sjós sem háseti, stýrimaður og síðar skipstjóri, bæði hérlendis og erlendis. Hann er einnig lærður netagerðarmaður.

Guðbjartur útskrifaðist frá Háskólanum á Bifröst sem viðskiptafræðingur 2004 og síðar MS í alþjóðaviðskiptum. Frá 2004-15 starfaði Guðbjartur hjá Marel sem framleiðslustjóri og síðar sem framkvæmdarstjóri Marel Slóvakía í 8 ár. Síðastliðin þrjú á hefur Guðbjartur starfað sem sölu og markaðsstjóri hjá Hampiðjunni.

Guðbjartur er kvæntur Jóhönnu Hrafnkelsdóttur og eiga þau þrjú uppkomin börn.

Ísfell ehf er með 8 starfsstöðvar á Íslandi og eina á Grænlandi. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Hafnarfirði. Ísfell er einn helsti söluaðili og framleiðandi á veiðarfærum á Íslandi auk þess sem nokkur útflutningur er til nágrannalandanna. Starfsstöðin á Flateyri er reyndar sérhæfð í þjónustu við fiskeldisfyrirtækin á svæðinu. Hjá Ísfelli starfar einvala hópur fólks með áratuga reynslu og þekkingu í sjávarútvegi.

Við bjóðum Guðbjart velkomin til starfa og erum þess fullviss að reynsla hans og þekking eigi eftir að reynast vel í þeim margvíslegu verkefnum sem bíða hans hjá Ísfelli.

Leita að vörum

Þessi síða styðst við vafrakökur