Ísfell nýr umsboðsaðili Rock toghlera á Íslandi

Nýverið tók Ísfell við umboð á Íslandi fyrir Rock toghlera framleiðandann frá Færeyjum. Fyrirtækin hafa átt í  góðu samstarfi síðustu ár og hefur Ísfell legið með varahluti á lager svo sem fóðringar, slitjárn og skó undir hlerana frá þeim.

Rock hlerarnir hafa sannað gildi sitt í gegnum tíðina og hafa fjölmörg skip hérlendis sem erlendis notað þá með góðum árangri. Með þessu samstarfi verðum við með breiðari vörulínu af toghlerum en áður og hlökkum til þess að starfa með þeim í framtíðinni.

Allar nánari upplýsingar um toghlerana frá Rock veita sölumenn okkar í Hafnafirði.

Leita að vörum

Þessi síða styðst við vafrakökur