Ísfell gerir samning við Steypustöðina/ Loftorka

Nýlega var skrifað undir samning á milli Steypustöðvarinnar/Loftorku ehf og Ísfells um reglubundið eftirlit, viðhald og þjónustu á hífi og fallvarnarbúnaði. Allur búnaður er á skipulagðan hátt yfirfarinn á 12 mánaða fresti af starfsmönnum Ísfells sem eru menntaðir og þjálfaðir í slík verkefni. Undir eftirlitið falla stroffur, lásar, hífi-keðjur, fallvarnarbúnaður og  annar tengdur búnaður. Samningurinn er liður í að tryggja enn betra eftirlit með búnaði og tryggja þannig að starfsmenn geti treyst þeim búnaði sem þeir eru að vinna með. Slíkt er mikilvægt til að lágmarka slysahættu. Mjög algengt er að fyrirtæki vinna eftir öryggisstefnu, sem krefst þess að slíkur búnaður sé skoðaður og yfirfarinn reglulega.

Með samningnum bætist Steypustöðin/Loftorka í hóp fjölmargra fyrirtækja sem hafa gert samning við Ísfell um reglubundið eftirlit, viðhald og þjónustu á hífi og fallvarnarbúnaði á undanförnum árum.

Steypustöðin/Loftorka er með vottun samkvæmt gæðastjórnunar staðlinum ISO 9001.

Ísfell er eina fyrirtækið á Íslandi sem er meðlimur að LEEA (Lifting Equipment Engineers Association). LEEA eru alþjóðasamtök lyftitækni greina, sem starfa á heimsvísu og eru leiðandi samtök hvað varðar alla starfsemi fyrirtækja sem nota og framleiða hífíbúnað. Ísfell sérhæfir sig í sölu á hífí- og fallvarnarbúnað og hefur leyfi til þess að skoða búnað sem skylt er að gera a.m.k. einu sinni á ári.

Nánari upplýsingar veita Ingimar Halldórsson ingimar@isfell.is s. 5 200 509 og Grétar Björnsson gretar@isfell.is s. 5 200 527.

Leita að vörum

Þessi síða styðst við vafrakökur