IÐNAÐUR

Iðnaðar og rekstrarvörur

Ísfell er eitt öflugasta fyrirtæki á Íslandi í bindivélum, bindivörum, hífibúnaði, fallvarnarbúnaði og ýmsum rekstrarvörum. Námskeið og eftirlit með hífi- og fallvarnarbúnaði er þjónusta fyrir viðskiptavini í hæsta gæðaflokki þar sem starfsfólk félagsins er m.a. með vottun frá alþjóðlegu eftirlitsfyrirtæki, LEEA í Englandi. Víraþjónusta er starfrækt á öllum starfsstöðvum og mikilvægur hlekkur í þjónustu félagsins. Vöruúrval okkar er vítt en við bjóðum upp á vinnu og sjófatnað, snjókeðjur, verkfæri og margt fleira. 

Gæði í fyrirrúmi

Þjónusta fyrirtækisins markast helst af góðu úrvali af gæðavörum, áreiðanleika gagnvart viðskiptavinum og frábæru starfsfólki með víðtæka þekkingu á rekstrarvörum og öryggismálum sjómanna. Ísfell er með margar gerðir bindivéla bæði fyrir stál- og plastborða. Í boði eru handbindivélar (hand- , loft- og rafmagnsvirkar) sem hentar fyrir minni notkun. Einnig er í boði hálf- og alsjálfvirkar bindivélar sem henta vel fyrir meiri notkun og við margskonar aðstæður. Einnig erum við með brettavafningsvélar fyrir plastfilmur.
Við hjá Ísfell bjóðum upp á krana og talíur í hæsta gæðaflokki frá vörumerkjum eins og STAHL, þar sem öryggi og góð ending eru höfð að leiðarljósi. Í vörulistanum okkar er að finna ítarlegar upplýsingar um púllara í töflu sem sýnir leyfilegt vinnuálag og hífilengd í metrum og þyngd.

Reglubundið eftirlit með hífibúnaði er mikilvægt. Reynslan sýnir að þegar mistök eða slys eiga sér stað við hífingar er það annaðhvort vegna þess að rétt vinnubrögð eru ekki viðhöfð eða þá að hífibúnaðurinn er úr sér genginn, slitinn eða hefur orðið fyrir hnjaski og ekki verið skipt út eða lagfærður.

Meðal nýjunga í starfsemi Ísfell er að bjóða upp á stutt og hnitmiðuð námskeið í meðferð og umgengni hífibúnaðar fyrir þá starfsmenn fyrirtækja sem vinna við hífingar. Tilgangur með þessum námskeiðum er að auka þekkingu starfsmanna á öryggisþáttum varðandi hífingar, til að fækka slysum og lágmarka tjón sem getur orðið á vörum og búnaði.

Snjókeðjur

Ísfell er með umboð fyrir TRYGG snjókeðjur frá Noregi. Snjókeðjurnar henta fyrir allar gerðir bifreiða, vörubifreiða og dráttar – og vinnuvélar af öllum stærðum og gerðum. Starfsfólk Ísfells mun leggja kappkosta að þjónusta viðskiptavini varðandi allt sem viðkemur snjókeðjunum frá TRYGG.