Rekstrarvörur

Iðnaðar og rekstrarvörur

Ísfell er eitt öflugasta fyrirtæki á Íslandi í bindivélum, bindivörum, fallvarnarbúnaði og ýmsum rekstrarvörum. Námskeið og eftirlit með hífi- og fallvarnarbúnaði er þjónusta fyrir viðskiptavini í hæsta gæðaflokki þar sem starfsfólk félagsins er m.a. með vottun frá alþjóðlegu eftirlitsfyrirtæki, LEEA í Englandi. Víraþjónusta er starfrækt á öllum starfsstöðvum og mikilvægur hlekkur í þjónustu félagsins. Vöruúrval okkar er vítt en við bjóðum upp á vinnu og sjófatnað, snjókeðjur, verkfæri og margt fleira. 

Þjónusta fyrirtækisins markast helst af góðu úrvali af gæðavörum, áreiðanleika gagnvart viðskiptavinum og frábæru starfsfólki með víðtæka þekkingu á rekstrarvörum og öryggismálum sjómanna. Ísfell er með margar gerðir bindivéla bæði fyrir stál- og plastborða. Í boði eru handbindivélar (hand- , loft- og rafmagnsvirkar) sem hentar fyrir minni notkun. Einnig er í boði hálf- og alsjálfvirkar bindivélar sem henta vel fyrir meiri notkun og við margskonar aðstæður. Einnig erum við með brettavafningsvélar fyrir plastfilmur.

Snjókeðjur

Ísfell er með umboð fyrir TRYGG snjókeðjur frá Noregi. Snjókeðjurnar henta fyrir allar gerðir bifreiða, vörubifreiða og dráttar – og vinnuvélar af öllum stærðum og gerðum. Starfsfólk Ísfells mun leggja kappkosta að þjónusta viðskiptavini varðandi allt sem viðkemur snjókeðjunum frá TRYGG.

Leita að vörum

Þessi síða styðst við vafrakökur