Fókus á Botntroll

Tankferð Ísfells verður haldin í tilraunatank Norðursjávar miðstöðvarinnar í Hirtshals 20-23 Nóv. Aðalmarkmið ferðarinnar er að gera prófanir á botntrollum af ýmsum gerðum og stærðum. Einnig verða toghlerar frá Rock í Færeyjum prófaðir ásamt Garware sem kynnir það nýjasta í efnum.

Í tanknum verða skoðuð Streamline troll eitt og tvö saman ásamt tveimur gerðum af “High Lift” streamline trollum sem er ný hönnun. Arctic troll eitt og tvö saman verða einnig sýnd, Arctic trollin eru hönnuð með H-Topp og streamline að leiðarljósi.  Brim og Sóltoppur falla inní Arctic fjölskylduna og eru m.a sýnd í tanknum.

Við hönnun á þesum trollum hefur m.a verið notast við tölvuhermi sem hefur gefið mælingar sem eru mjög nálægt rauntölum í notkun. Það verður gríðarlega spennandi að sjá þessi veiðarfæri í tanknum ásamt því að sjá hvað gerist við breytingar.

Tilhögun ferðarinnar er að flogið verður út til kaupmannahafnar 20/11 og það til Álaborgar um kvöldið, þann 22/11 verður flogið til baka til Kaupmannahafar og gist þar ein nótt eða fleirri.

Nánari upplýsingar skráningu og ferðafyrirkomulag má sjá hér

Leita að vörum

Þessi síða styðst við vafrakökur