ÖRYGGI

Allur helsti björgunarbúnaður til sjós og lands

Höfum á lager mikið úrval af alskyns björgunarbúnað fyrir sjófarendur. Þjónusta fyrirtækisins markast helst af góðu úrvali af gæðavörum, áreiðanleika gagnvart viðskiptavinum og frábæru starfsfólki með víðtæka þekkingu á björgunarbúnaði til sjós og lands. Við eigum gott úrval af ýmsum öryggisvörum á lager, eins og dagmerki, heyrnahlífar, neyðarsenda og margt fleira.

Flotfatnaður

Ísfell er með samning við Regatta í Noregi um að selja þeirra vörur á Íslandi. Regatta var stofnað áríð 1950 og sérhæfir sig í ýmiskonar flotfatnaði meðal annars björgunarvestum, flotvinnubúningu, og sjófatnaði. Ísfell er með þrjár tegundir af flotvinnubúningum frá Regatta, Actvie 911, Sportline 954 og Coastline 953. Allir eru með viðurkenningu frá Samgöngustofu.

Einnig bjóðum við upp á sjófatnað með flot sem er nýjung frá Regatta. Þessi sjófatnaður var unninn í nánu samstarfi við norska sjómenn og þá sérstaklega með tillit til þess að þægilegt væri að klæðast sem og vinna í fatnaðinum.

DSB

Ísfell er umboðsaðili fyrir Deutsche Schlauchboot GMBH (DSB). DSB hefur hannað, þróað og framleitt gúmmíefni og vörur úr því í yfir 60 ár. Í krafti mikillar reynslu og þekkingar er sérhver vörueining sem DSB framleiðir tákn um öryggi, áreiðanleika og gæði. Framleiðsla þeirra þarfnast því enn mannshandarinnar og eru allar framleiðslueiningar DSB gæða- og hæfnisprófaðar á undan, meðan og eftir framleiðslu. DSB býður fjölbreytt úrval af björgunarbátum sem uppfylla allar íslenskar og alþjóðlegar kröfur.

Ísfell býður nú upp á rekstrarleigu á björgunarbátum, en löng hefð er fyrir slíku í nágrannalöndum okkar.

Skoðun á björgunarbúnaði

Ísfell er í samstarfi við skoðunarstöðvar á björgunarbúnaði út á land allt. Allar skoðunarstöðvarnar eru bæði viðurkenndar af Siglingamálastofnun og okkar framleiðendum á viðkomandi björgunarbúnaði. Einnig tökum við hjá Ísfelli við björgunarbátum til skoðunar á öllum starfsstöðvum Ísfells.

Ísfell býður fjölbreytt og gott úrval af fallvarnarbúnaði og erum með á lager, fallvarnarbelti, tengitaugar (bæði takmarkandi sem og með höggdeyfum), karabínur, fallvarnarblakkir og minni fallvarnarkerfi. Getum útvegað í samstarfi við viðskiptavini og birgja stærri fallvarnarkerfi og sniðið þau að þörfum viðskiptavina. 

Hjá Ísfell er boðið upp á skoðun á fallvarnarbúnaði sem og námskeiðahald varðandi notkun á fallvarnarbúnaði. Starfsfólk okkar hefur fengið góða þjálfun og kennslu er varðar slíkan búnað enn nýlega hlutu sölumenn okkar vottun frá Kratos Safety í skoðunum og eftirliti á fallvarnarbúnaði.