Ný botntroll frá Ísfell kynnt í Hirtshals í Danmörku.

Dagana 20 til 22 nóvember fór hópur á vegum Ísfells í tankferð til Hirtshals í Danmörku. Hópurinn taldi um 40 manns og voru þar á ferð starfsmenn Ísfells, innlendir og erlendir viðskiptamenn félagsins ásamt fulltrúa frá Rock toghlerum.

Arctic Force
Streamline high lift

Tanktilraunirnar stóðu yfir í tvo daga og var lögð áhersla á að skoða Streamline og Arctic troll í ýmsum útgáfum, eitt eða tvö saman. Trollin komu vel út úr í tanknum og almenn ánægja var meðal gesta með trollin.

Einnig kynnt nýtt Safir PE net sem heitir X1, þetta net er með meiri slitstyrk í samanburði við vinsæla SNG netið. Með X1 er mögulegt að minnka enn freka viðnám trollsins. Rock Toghlerar sýndu eldri og nýjar gerðir af hlerum sem vöktu verðskuldaða athygli .

Sea Lion
Sea Master

Ferðin heppnaðist í alla staði mjög vel og viljum við, starfsmenn Ísfells, þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessari ferð með okkur og gerðu það að verkum að hún heppnaðist eins vel og raun bar vitni.

Fyrir nánari upplýsingar um ferðina og trollin, vinsamlegast hafið samband í síma 5 200 500 eða isfell@isfell.is.

Getum við aðstoðað?

Ekki hika við að hafa samband við okkur með fyrirspurnir. Við erum ekkert nema þjónustuglöð, höfum gaman að því sem við gerum og gerum það vel.

Óseyrarbraut 28 | 220 Hafnarfjörður

Share This