Vísir hf staðfestir kaup á Mustad Autoline línukerfi

Frá vinstri: Pétur H. Pálsson framkvæmdastjóri Vísis hf, Sigurður Ó. Þórleifsson sölustjóri Mustad Autoline hjá Ísfelli og Hans Mustad, stjórnarformaður og eigandi Mustad Autoline.

Vísir hf. og Ísfell ehf. undirrituðu á Sjávarútvegssýningunni í Brussel, kaupsamning á Mustad Autoline línukerfi af fullkomnustu gerð til uppsetningar um borð í skipi Vísis.

MA MPH MagPacker

Skip Vísis, sem mun heita Páll Jónsson, verður fyrsta íslenska skipið sem verður með sjálfvirkt rekkakerfi sem léttir mjög vinnuna um borð. Skipið er í smíðum í Póllandi og er áætlað að það komi til Íslands haustið 2019.

Ísfell óskar eigendum Vísis til hamingju með nýja skipið og kerfið.

Getum við aðstoðað?

Ekki hika við að hafa samband við okkur með fyrirspurnir. Við erum ekkert nema þjónustuglöð, höfum gaman að því sem við gerum og gerum það vel.

Óseyrarbraut 28 | 220 Hafnarfjörður

Share This