Ísfell styrkir Krabbameinsfélagið

Í stað þess að gefa viðskiptavinum okkar jólagjafir eins og undanfarin ár ákváðum við að styrkja gott málefni með fjárframlagi að upphæð 500.000.

Fyrir valinu varð Krabbameinsfélag Íslands en starfsmenn Ísfells hafa ekki farið varhluta af þeim vágesti á undanförnum árum. Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir veitti framlaginu móttöku og afhenti fulltrúum Ísfells, þeim Pétri Björnssyni stjórnarformanni félagsins og Hirti Cýrussyni deildarstjóra upplýsingaspjald um hvernig skuli bregðast við ef og þegar vinnufélagi verður fyrir slíkum veikindum.

Verða þau hengd upp á öllum átta stöðvum félagsins á næstunni.

Getum við aðstoðað?

Ekki hika við að hafa samband við okkur með fyrirspurnir. Við erum ekkert nema þjónustuglöð, höfum gaman að því sem við gerum og gerum það vel.

Óseyrarbraut 28 | 220 Hafnarfjörður

Share This